Námskeið á næstunni í bygginga- og mannvirkjagerð

Mikið af frábærum námskeiðum fyrir byggingarmenn.
Námskeiðið Stjórnun á verkstað er t.d. eitt af fjölmörgum áhugaverðum námskeiðum hjá Iðunni fræðslusetri.
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og starfsmenn verktakafyrirtækja sem stýra verkum eða hópum á byggingarsvæði. Markmið þess er að efla stjórnendur í þeim verkefnum sem upp koma við byggingarframkvæmdir. Fjallað er um vinnu undir álagi, skipulag og ráðstöfun vinnutímans, hlutverk og ábyrgð stjórnandans. Farið er yfir samskipti og skipulag í verkefnum, utanumhald um samskipti í tölvupósti og helstu verkþætti í byggingarverkefnum. Sjá nánar hér
byggingarkrani