Sveinspróf jafngildi stúdentsprófi

Hilmar Harðarson, formaður FIT, fagnar frumvarpi sem lagt hefur verið fyrir Alþingi um að sveinspróf verði metið til jafns við stúdentspróf sem inntökuskilyrði í háskóla og vonar að það nái fram að ganga. Það væri mikilvægur þáttur í að gera iðnnámi hærra undir höfði og mikilvægt væri að að fá streymi nemenda inní háskólanám með ólíkan bakgrunn með verk- og tæknimenntun en ekki bara stúdentspróf.

iddnam

Sérstök umræða var um stöðu iðnnáms á Alþingi 24. október sl.

Í greinargerð með frumvarpinu, sem flutt var af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að í frumvarpinu sé lagt til að skýrt verði kveðið á um það í lögum um háskóla og lögum um opinbera háskóla að nemendur sem hafa lokið sveinsprófi eigi þess kost að fá inngöngu í háskóla. Frumvarpinu er ætlað að gera iðn-, verk- og starfsnámi jafnhátt undir höfði og bóknámi í löggjöf um inntökuskilyrði í háskóla.

Það er afar mikilvægt skref fyrir iðngreinarnar, að það að velja iðnnám loki engum leiðum til frekara framhaldsnáms.

Umfjöllun Fréttablaðsins um frumvarpið

Hér má skoða frumvarpið á vef Alþingis