Veður, færð og dvöl í orlofshúsum FIT

Ágætu félagsmenn sem ætla að gista í orlofshúsum FIT í vetur. 

Eins og við bendum reglulega á þá ber ýmislegt að varast þegar farið er í bústað að vetri til en þó er aðal atriðið ávallt að hafa fyrirhyggjuna í fyrirrúmi. Viljum við því leggja á það áherslu að þeir einir verði á ferðinni sem eru á vel útbúnum bílum til vetraraksturs. Veður getur breyst með skömmum fyrirvara.

Ávalt skal athuga með veðurhorfur áður en ákveðið er að fara í orlofshús og um veðurspá og viðvaranir má lesa hér; http://www.vedur.is/vidvaranir

Upplýsingar varðandi Úthlíð; Það er mokað alltaf á föstudögum (þegar snjóar) og svo aftur á sunnudögum og þau eru að sjálfsögðu alltaf tilbúin að reyna að aðstoða gesti og gangandi eftir mætti.  Góða ferð og njótið þess að dvelja í orlofshúsunum.

svignaskard