Sumarútleiga orlofshúsa júní-ágúst sumarið 2019
Mikilvægar dagsetningar:
Allar umsóknir á orlofsvefnum.
Eingöngu er hægt að sækja um á netinu.
Sjá hér
Þetta gildir fyrir alla orlofskosti sem sækja þarf um. Ef umsóknin vefst eitthvað fyrir fólki má senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða fengið upplýsingar í síma 535-6000.
Ekki er tekið við umsóknum í síma.
Þegar sótt er um rafrænt þarf að innskrá sig með íslykli eða rafrænum skilríkjum og velja viðeigandi mánuð og tímabil í því húsi sem leigja á.
Félagsmenn eru hvattir til að sækja um sem flesta orlofskosti til að auka möguleika sína.
Sumarleigutímabil orlofshúsa innanlands hefst föstudaginn 7. júní.
Leigutímabil er frá kl. 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudag.
Ferðavagnar.
Félagsmönnum stendur til boða að kaupa sér afslátt vegna leigu á ferðavagni á orlofsvef FIT. Í boði verða 30 niðurgreiðslur og kostar 5.000 krónur að fá 25.000 króna afslátt. Hver félagsmaður má einungis kaupa einn ferðavagnaafslátt. Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði:
Þegar búið er að kaupa afsláttinn á orlofsvefnum og prenta út skjal er hægt að fylla það út og skanna skjalið ásamt leigusamningi og senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og verða þá greiddar 25.000 krónur inn á reikning félagsmanns. Einnig er hægt að koma með pappírana á skrifstofu FIT. Athugið að þeir sem kaupa ferðavagnaafslátt geta ekki fengið forgangsúthlutun í orlofshús. Teknir eru 20 orlofspunktar af orlofsreikningi félagsmanns ef keyptur er ferðavagnaafsláttur.
Ferðaávísanir.
Líkt og undanfarin sumur verður boðið uppá 30 ferðaávísanir sem hægt verður að nýta hjá Úrval-Útsýn eða Sumarferðum. Kaupa þarf ferðaávísun í miðasölu á orlofsvef FIT og greiða kr. 5.000.- en í staðinn fæst afsláttarkóði upp á kr. 35.000.- sem sleginn er inn við kaup á ferð hjá annarri hvorri ferðaskrifstofunni. Afslátturinn gildir í ferðir á tímabilinu maí til september. Athugið að þeir sem kaupa ferðaávísun geta ekki fengið forgangsúthlutun í orlofshús. Teknir eru 26 orlofspunktar af orlofsreikningi félagsmanns ef keypt er ferðaávísun. Opnað verður fyrir sölu mánudaginn 11. febrúar og gildir strax að fyrstur kemur, fyrstur fær. Aðeins 30 ferðaávísanir eru til sölu.
Miðasala.
Minnum einnig á að á „miðasala“ á orlofsvef FIT verður hægt að kaupa afsláttarmiða fyrir hótelgistingu, veiðikortið, golfkortið, útilegukortið og fleira ef samningar takast um góð kjör.
Afslættir til félagsmanna. Munið að taka kortið með í fríið, því að félagsskírteinið veitir afsláttarkjör í mörgum fyrirtækjum um allt land gegn framvísun þess. Hægt er að kynna sér alla afsláttarmöguleika með því að fara inn á heimasíðu FIT, mínar síður og velja afslættir.
Húsið í Orlando.
Opnað verður fyrir leigu á húsinu í Orlando á Flórída fyrir árið 2020 föstudaginn 1. mars kl.13:00 til félagsmanna FIT.
Minnt er á að húsið rúmar 12 manns og sólarhringsleigan verður kr. 12.000.- auk þrifagjalds kr. 15.000.- fyrir hverja leigu. Staðgreiða þarf leiguna en bókanir og greiðsla er á orlofsvef FIT.
Leiga hefst kl. 16:00 á komudag og lýkur kl. 10:00 að morgni brottfarardags.
LOKAÐ verður til 8. mars á bókanir þeirra sem hafa áður leigt húsið í Orlando
Þannig er þeim sem aldrei hafa leigt húsið veittur forgangur í 1 viku fram yfir þá sem áður hafa leigt.
Til að fá lyklakóða afhentan að húsinu í Orlando þarf leigjandi að framvísa flugmiða til Bandaríkjanna, sem sýnir veru hans þar á sama tíma og hann er að leigja húsið. Þetta er gert til að tryggja að leigjandinn í hverju tilfelli sé sjálfur að fara í húsið.
Nýjan orlofsbækling fyrir sumarið 2019 má skoða hér.