Nú er frost á Fróni

Félagsmenn athugið: Þeir sem ætla í orlofshús FIT nú um helgina.

Það er óvíst að heitir pottar virki sem skyldi á þeim svæðum sem kaldast er. Víða hefur einnig borið á heitavatnsskorti.

Sums staðar hefur verið skrúfað fyrir heita vatnið og þá frosið í lögnum með tilheyrandi viðgerðum og fyrirhöfn fyrir félagið.
Víða um land er allt að 20 stiga frost og félagið getur ekki ábyrgst að hægt sé að láta renna í potta allsstaðar og alls ekki má skrúfa fyrir vatnsinntak í bústöðunum.

Ondverdarnes vetur