Námskeið í frágangi votrýma

Byggingamenn athugið að það eru mikið af athyglisverðum námskeiðum hjá Iðunni fræðslusetri eins og þetta námskeið í frágangi votrýma. Þetta námskeið er fyrir alla sem starfa við byggingu og frágang votrýma. Nánskeiðið er 14. febrúar. Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við frágang votrýma til að hindra vatnstjón. Fjallað er um uppbyggingu votrýma og efni sem henta til þeirra hluta. Einnig er fjallað um frágang yfirborðs, þéttingar og þéttilög. Farið er í lagnaleiðir, frágang og þéttingar með lögunum, niðurföllum og hreinlætistækjum. Ennfremur er fjallað um viðhald á votrýmum. Sjá nánar hér.

byggingast