Síðasti séns að skrá sig fyrir sumarúthlutun 2019

Í dag 7. mars, á miðnætti, verður lokað fyrir orlofsumsóknir fyrir sumarúthlutun 2019. 
Þannig að félagsmenn Félags iðn- og tæknigreina verða að fara inn og skrá sig inn á orofsvefinn til að eiga möguleika á úthlutun. 
Sjá nánar hér; Innskráning
 
Mánudaginn 11 mars eiga allir að hafa fengið svar við orlofsumsókn sinni.
Mánudaginn 18. mars lýkur greiðslufresti þeirra sem fengu úthlutað.
Þriðjudaginn 19. mars klukkan 13:00 eru ógreiddar og óúthlutaðar vikur settar á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær.
grjotholsbraut2