Vegna þrifa í orlofshúsum FIT

Af gefnu tilefni viljum við benda félagsmönnum á að ítrekað hefur þrifum verið ábótavant í orlofshúsum FIT.

Margar kvartanir berast frá félagsmönnum okkar sem koma að óþrifnum orlofshúsum sem ekki hafa verið þrifin við brottför af síðasta leigjanda eins og reglur segja til um. Við biðlum til félagsmanna að ráða bót á þessu og láta skrifstofuna vita ef komið er að illa þrifnum eða óþrifnum húsum. Orlofseignir FIT eru sameign allra félagsmanna svo við ætlumst til að félagsmenn umgangist þær sem slíkar.

Félagið hefur í gegnum tíðina haldið verði á orlofskostum félaga í lágmarki og vonumst við til að geta það áfram. En til þess að það sé hægt þarf að gera bragarbót á umgengni og þrifum á húsunum. Skiljum við orlofseignir eins og við viljum koma að þeim sjálf.

Við minnum á reglur um umgengni sem finna má á Orlofsvef FIT.

brekkuskogur 10