Spennandi námskeið fyrir félagsmenn FIT

Iðan fræðslusetur er með mörg spennandi námskeið núna á haustönn í byggninga- og mannvirkjagreinum, bílagreinum, málm- og véltæknigreinum og fl. Ýmis spennandi námskeið sem vert er að skoða og skrá þátttöku. Sjá nánar hér
Meðal námskeiða sem Iðan býður upp á er; SDU Detail grunnnámskeið;
Alvöru Detail námskeið á Íslandi. IÐAN fræðslusetur og Classic detail hafa hafið samstarf og kenna þeir samkvæmt námskrá SDU Smart Detailing University og notast námsefni frá þeim. Leiðbeinandi hefur lokið öllum námskeiðum frá SDU og hafa þeir frá Chemical Guys nýlega komið og tekið út aðstöðu og tæki hjá Classic detail, ásamt kennsluaðferðum og staðfest SDU kennsluréttindi.
Verksmiðja 2