Alþjóðleg ráðstefna um tæringar í málmum

Ráðstefnan verður haldin í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs að Vatnagörðum 20, þann 19. september nk. Á ráðstefnunni bera sérfræðingar saman bækur sínar og fjalla um bestu leiðir til þess að verjast og vinna með tæringu í málmum. 

Tekin verða raunhæf dæmi úr hinum ýmsu atvinnugreinum og greint frá vandamálum og lausnum er varða tæringu. Ráðstefnan er einstakur vettvangur fyrir fagfólk sem vill auka þekkingu sína og kynnast öðrum sérfræðingum á þessu sviði. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð og fer fram á ensku. Sjá hér

suduvinna