Hús Fagfélaganna

Hús Fagfélaganna var formlega opnað á Stórhöfða 31 þann 25. nóvember.
Húsið er nýtt skrifstofuhúsnæði Félags iðn- og tæknigreina, Rafiðnaðarsambandsins, Matvís, Samiðnar og Byggiðnar.
Eftir nafnasamkeppni varð Hús Fagfélaganna fyrir valinu og áttu þau Þóra G. Thorarensen og Guðmundur Ingvar Kristófersson þá uppástungu og voru þeim veitt verðlaun við opnunina.
Samstarfið er kallað 2F í Húsi Fagfélaganna. Samstarfið byggir á því að bæta enn frekar þjónustu við félagsmenn. Sameiginleg móttaka er í húsinu, formenn félaganna hafa skrifstofur á sama gangi auk þess að sambærileg starfsemi mismunandi sviða félaganna eru á einum stað. Starfsfólk í kjaramálum starfa hlið við hlið, starfsfólk sem sinnir sjúkrasjóðs- og orlofsmálum starfa saman. Fulltrúar frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði þjónusta félagsmenn. Starfsfólk sem sinnir bókhaldsmálum, vinnustaðaeftirlitsfulltrúar og mælingafulltrúar starfa í meiri nánd að ógleymdu sameiginlegu mötuneyti fyrir allt húsið.
hus fagfelaganna
hilmarogelmar
Hus fagf verdlaun
veisla husafagf
Anna greta