Kjarasamningar við ÍSAL samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta

Í dag kl. 11 lauk atkvæðagreiðslum starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf. um kjarasamninga sem samninganefndir skrifuðu undir 20. mars sl. ISAL

Bæði starfsmenn sem eru í Verkalýðsfélaginu Hlíf og VR annars vegar og starfsmenn sem eru í FIT, VM, Félagi rafeindavirkja og Félagi íslenskra rafvirkja hins vegar samþykktu kjarasamninga félaganna við SA og Rio Tinto á Íslandi.

Niðurstöður voru sem hér segir:

Iðnaðarmenn:

91 á kjörskrá

82 tóku þátt (90,11%)

Já sögðu 71 (86,59%)

Nei sögðu 10 (12,20%)

Taka ekki afstöðu 1 (1,22%)

Kjarasamningarnir teljast því gildir frá 20. mars 2020 að telja, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938.

Í samræmi við þessar niðurstöður er vinnustöðvunum allra ofangreindra félaga, sem boðaðar voru 16. mars 2020 og frestað tímabundið 20. mars 2020.