Ókeypis fjarnámskeið á bílgreinasviði Iðunnar

Bílgreinasvið Iðunnar býður upp á stutt námskeið á fimmtudag og föstudag. Námskeiðin verða í fjarkennslu og eru endurgjaldslaus. Um að gera að enda vikuna á að auka við þekkingu sína. Sjá nánar hér

Burðarvirki ökutækja. 2. apríl klukkan 09:00
Farið yfir helstu þætti sem snúa að burðavirki ökutækja og þá miklu þróun sem hefur verið á undanförnum árum. Þetta námskeið má segja að sé stuttur útdráttur úr námskeiðinu Burðavirkismæling sem er réttindanámskeið. Námskeiðið verður kennt í fjarnámi og endurgjaldsslaust.
 
Rúður ökutækja. 3. apríl klukka 09:00
Skoðað ýmislegt sem varðar gerðir og gæði rúða og vinnu við rúður. Þetta námskeið er útdráttur úr stærra námskeiði sem hefur verið í boði undanfarnar annir þar sem verklegar æfingar eru gerðar. 
 
Öryggi og umgegni við rafmagnsbíla  3. apríl klukkan 10:30
Farið í stuttu máli yfir hvað þarf að hafa í huga þegar kemaur að umgengni við rafmagnsbíla á verkstæðum og hvaða öryggisatryði þurfi að vera á hreinu.
 
og fl. 
FIT borði bílgreinar