Lokun orlofshúsa - afturköllum allar leigur frá 6. apríl til 4. maí

Þar sem mælt hefur verið með því af almannavörnum að stéttarfélög loki orlofshúsum sínum nú þegar samkomubann hefur verið framlengt hefur öllum orlofshúsum FIT verið lokað frá og með 6. apríl til og með 4. maí.

ondverdarnes

Margir félagsmenn okkar hafa nú þegar haft samband. Verið er að afbóka húsin víða. Félagið hefur að sjálfsögðu endurgreitt öllum leiguna að fullu, ýmist í formi inneignar eða millifærslu.

Verið er að hafa samband við þá sem eiga leigt í apríl og bendum við félagsmönnum vinsamlegast á að hafa samband við okkur í tölvupósti í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. svo við getum endurgreitt.

Félagsmenn eru beðnir að sýna þessu skilning enda mikilvæg varúðarráðstöfun og eðlilegt að við tökum öll þátt þar sem við erum öll almannavarnir. Félagsmenn hafa almennt tekið þessum ráðstöfunum vel.

Það er einnig mikilvægt fyrir umsjónarfólk orlofshúsa að húsin séu ekki í notkun svo ekki þurfi að þjónusta þau á þessum tímum.

Við minnum enn og aftur á að allar mikilvægar upplýsingar eru að finna á heimasíðunni covid.is

Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi, ekki síst ef fólk hópast í sumarhúsabyggðir á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig er hætt við því að fólk gleymi sér í smitgá sem það er vant heima hjá sér ef það skiptir skyndilega um umhverfi.

Yfirvöld hafa því hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins þann 31. mars.