Hætt við ferð eldri félagsmanna FIT

Félag iðn- og tæknigreina hefur ákveðið í samráði við sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis að hætta við fyrirhugaða ferð eldri félagsmanna FIT.  Heldrimannaferð FIT hefur verið farin ár hvert í septembermánuði.  Við teljum ekki forsvaranlegt að fara þessa ferð vegna Covid-19 faraldursins. 
 
Hættan á smiti vex með hækkandi aldri. Auk þess er talið að sjúkdómar, hár blóðþrýsingur, hjartasjúkdómar, sykusýki, lungnateppa, nýrnabilun og krabbamein auki á alvarleg veikindi af völdum covid-19. 
 
Ef breyting verður, þannig að við treystum okkur til að fara þessa ferð, munum við tilkynna það með góðum fyrirvara.
 
Förum öllu með gát. Við erum öll Alma-nnavarnir og hlýðum Víði. 
untitled 5038