Könnun um forsendur kjarasamninga

Nú er komið að þeim tíma að taka þarf ákvörðun um forsendur kjarasamninga.

untitled 104366516

Stjórn Félags iðn- og tæknigreina leggur áherslu á að leita eftir vilja félaga sinna í því sambandi með stuttri viðhorfskönnun.

Niðurstöður hennar eru ekki bindandi, það er ábyrgð kjörinna fulltrúa að taka endanlega ákvörðun, en niðurstöðurnar verða notaðar til viðmiðunar í þeirri vinnu.
Kjarasamningar flestra á almennum vinnumarkaði gilda til 1. nóvember 2022.

Áframhaldandi gildi þeirra hvílir á þremur forsendum:

Stýrivextir hafi lækkað frá apríl 2019 – FORSENDUR HAFA STAÐIST

Kaupmáttaraukning hafi verið frá apríl 2019 – FORSENDUR HAFA STAÐIST

Stjórnvöld standa við yfirlýsingu sína í húsnæðismálum, félagslegum undirboðum, févíti fyrir launaþjófnað, lífeyrismálum, skattamálum, fæðingarorlofi, barnabótum, verðtryggingamálum o.fl. – UNNIÐ ER MEÐ STJÓRNVÖLDUM AÐ ÞVÍ AÐ UPPFYLLA FORSENDURNAR EN ÁKVÆÐI UM SKREF TIL AFNÁMS VERÐTRYGGINGAR HAFA EKKI STAÐIST

Ef samningum er sagt upp falla launahækkanir úr gildi og setjast þarf við samningaborðið að nýju með atvinnurekendum. Sama staða verður uppi gagnvart stjórnvöldum.

Að gefnum þessum forsendum – telur þú að segja eigi upp kjarasamningum ef tækifæri til þess gefst?

Búið er að senda öllum virkum félagsmönnum FIT sms og tölvupóst um könnunina.

Svara könnun hér