Vinnugallar afhentir í VMA

Nemendur í grunndeild málm- og véltæknigreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri fengu afhenta vinnugalla að gjöf í gær.

Vinnugallarnir eru sameiginleg gjöf frá Félagi iðn- og tæknigreina, Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna.

Vinnugallar2

Gjöfin kemur sér vel og munu nemendurnir klæðast vinnugöllunum þegar þeir stunda nám í verklegum greinum.

Vinnugallar