Sjálfbærni í byggingariðnaði - morgunfundur 10. desember

Sjálfbærni í byggingariðnaði er mikilvægari en þú heldur
IÐAN fræðslusetur stendur þessar vikurnar fyrir röð streymisfunda í samstarfi við félagasamtökin Grænni byggð. Á fundunum fjalla sérfræðingar í íslenskum byggingariðnaði um sjálfbærni og mikilvægi þess að gera betur á því sviði.
 
Fimmtudaginn 10. desember nk. mætir til okkar Árni Stefánson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Árni mun kynna samfélagsskýrslu BYGMA og segja okkur frá vöruflokkum Húsasmiðjunnar sem fyrirtækið vekur sérstaka athygi á þegar kemur að sjálfbærni og vistvænum vörum.
 
Sandra Rán Ásgrímsdóttir frá verkfræðistofunni Mannvit kemur einnig til okkar og fjallar m.a. um sjálfbærniskýrslu Mannvits. Þess má geta að Mannvit kom að hönnun Kársnesskóla í Kópavogi sem kemur til með að fá Svansvottun. Mannvit kemur einnig að hönnun BREEAM Communitie vottaðs samfélags, sem markast af Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Ármúla. Þetta innlegg er breyting frá áður auglýstri dagskrá!
 
FITIÐAN bordi byggingag