GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU á sérstöku tilboðsverði

 
Listaverkabókin GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU - stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ 
kom út hjá Listasafni ASÍ á síðasta ári. Um er að ræða veglegt rit sem fjallar um öll verkin 147 sem tilheyra gjöf Ragnars í Smára. Gjöfin, sem hefur að geyma verk eftir marga af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, varð kveikjan að stofnun Listasafns ASÍ, en ósk Ragnars var sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi listinni á framfæri við vinnandi fólk í landinu.  
 
Saga hugsjónamannsins Ragnars í Smára verður seint fullsögð og sama má segja um málverkasafnið hans sem geymir margar af helstu perlum íslenskrar myndlistarsögu. Það er Listasafn ASÍ sem gefur bókina út, Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri ritstýrði útgáfunni, Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur ritaði grein í bókina og valdi texta með nokkrum verkanna.  Sarah M. Brownsbergar þýddi allan texta bókarinnar á ensku, Vigfús Birgisson ljósmyndaði verkin og Arnar & Arnar hönnuðu útlit bókarinnar. Bókin hefur fengið mjög lofsamlega dóma og var nýlega sæmd gullverðlaunum Félags íslenskra teiknara (FÍT) fyrir bókahönnun.
 
Bókin er eigulegur gripur, fallega fram sett, textinn lipur og fræðandi og gefur góða innsýn í sögu íslenskrar myndlistar á síðustu öld. Listasafn ASÍ leitar ýmissa leiða til að miðla myndlistararfinum okkar sem víðast og til sem flestra. Útgáfa bókarinnar GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU  er liður á þeirri vegferð. Bókin er á íslensku og ensku og tilvalin gjöf til vina og ættingja bæði hér heima sem erlendis. 
 
Bókin er fáanleg í öllum helstu bókabúðum og safnbúðum og í netverslun Listasafns ASÍ þar sem einnig eru til sölu veggspjöld og gjafakort.
 
Félagsmönnum í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands býðst bókin á sérstöku tilboðsverði. 
Ef keypt er eitt eintak er verðið 7.500/- og ef keypt eru fleiri eintök er veittur 8% afsláttur. 
 
Hægt er að panta bók/bækur með því að hafa samband við Hönnu Hlíf Bjarnadóttur í síma 864 0046 eða senda tölvuóst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og gefa upp
 
- Nafn og kennitölu kaupanda
- Fagfélag 
- Fjölda eintaka
- Heimilisfang (ef bókin óskast send – pökkunar og sendingarkostnaður er 1.000/-)
- Einnig er hægt að sækja bókina í Guðrúnartún 1, eftir hádegi á virkum dögum.
 
Tekið verður við greiðslum í gegnum heimabanka.
 
Við vonum að sem flestir nýti sér þetta einstaka tækifæri sem býðst á meðan birgðir endast.

listasafn