Nú er úti veður vont

Félagsmenn athugið:  Eins og við bendum reglulega á þá ber ýmislegt að varast þegar farið er í bústað að vetri til en þó er aðal atriðið ávallt að hafa fyrirhyggjuna í fyrirrúmi. Veður getur breyst með skömmum fyrirvara. Áður en farið er í bústað má athuga veðurspána hér; http://www.vedur.is/vidvaranir
Það er óvíst að heitir pottar virki sem skyldi á þeim svæðum sem kaldast er. Víða hefur einnig borið á heitavatnsskorti. Sums staðar hefur verið skrúfað fyrir heita vatnið og þá frosið í lögnum með tilheyrandi viðgerðum og fyrirhöfn fyrir félagið. Víða um land er mikið frost og félagið getur ekki ábyrgst að hægt sé að láta renna í potta allsstaðar og alls ekki má skrúfa fyrir vatnsinntak í bústöðunum.
Gangi ykkur sem allra best á þessum vetrarmánuðum.
 svignaskard