Orlofsbæklingur FIT 2021

Orlofsbæklingurinn fyrir árið 2021 er kominn út.

Sjá hér; Orlofsbæklingur 2021

Þar eru allar upplýsingar um orlofskosti FIT að finna, m.a.:

Mánudaginn 8. febrúar kl 13:00 er opnað fyrir umsóknir á orlofshúsasíðu FIT þar sem hægt er að sækja um sumarúthlutun. Mánudaginn 22. febrúar er lokað fyrir umsóknir um sumarúthlutun.

Sumarleiga orlofshúsa innanlands hefst föstudaginn 11. júní og lýkur 2. ágúst.
Leigutímabil er frá kl. 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudag.

Ferðavagnar: Tjaldvagnar, fellihýsi og ferðabifreiðir.

Félagsenn geta keypt sér afslátt vegna leigu á ferðavagni á orlofsvef FIT. Hægt er að sækja um ferðavagn sem einn af orlofskostum þegar sótt er um rafrænt á orlofshúsasíðu, þegar opnað er fyrir umsóknir á orlofssíðu FIT. Þessi orlofskostur lítur sömu reglum og leiga á orlofshúsum FIT.

untitled 50 2 1

Ferðaávísanir.
Líkt og undanfarin sumur verður boðið uppá 30 ferðaávísanir sem hægt verður að nýta hjá Úrval-Útsýn eða Sumarferðum.
Kaupa þarf ferðaávísun í miðasölu á orlofsvef FIT og greiða kr. 5.000.- en í staðinn fæst afsláttarkóði upp á kr. 35.000.- sem sleginn er inn við kaup á ferð hjá annarri hvorri ferðaskrifstofunni.
Afslátturinn gildir í ferðir á tímabilinu maí til september.
Opnað verður fyrir sölu mánudaginn 11. febrúar og gildir strax að fyrstur kemur, fyrstur fær. Aðeins 30 ferðaávísanir eru til sölu.

Miðasala.
Minnum einnig á að á „miðasala“ á orlofsvef FIT verður hægt að kaupa afsláttarmiða fyrir hótelgistingu, veiðikortið, golfkortið, útilegukortið og fleira ef samningar takast um góð kjör.

Afslættir til félagsmanna.
Munið að taka kortið með í fríið, því að félagsskírteinið veitir afsláttarkjör í mörgum fyrirtækjum um allt land gegn framvísun þess. Hægt er að kynna sér alla afsláttarmöguleika með því að fara inn á heimasíðu FIT, mínar síður og velja afslættir.

Húsið í Orlando.
Opnað verður fyrir leigu á húsinu í Orlando á Flórída fyrir árið 2022 mánudaginn 1. mars kl.13:00 til félagsmanna FIT.
Minnt er á að húsið rúmar 12 manns og sólarhringsleigan verður kr. 12.000.- auk þrifagjalds kr. 15.000.- fyrir hverja leigu. Staðgreiða þarf leiguna en bókanir og greiðsla er á orlofsvef FIT.
Leiga hefst kl. 16:00 á komudag og lýkur kl. 10:00 að morgni brottfarardags.

grjotholsbraut2