Golf fyrir félagsmenn FIT

Golfáhugamenn sem dvelja í eftirfarandi orlofsbústöðum FIT geta nýtt sér þessi fríðindi;
 Úthlíð og Bláskógabyggð; Spilað frítt á Úthlíðarvelli þann tíma sem þeir dvelja í bústöðum FIT. Aðgangskortið gildir fyrir 4 spilara á dag hjá Golfklúbbnum Úthlíð. Allar upplýsingar í síma 699 5500. Aðgangskortið gildir fyrir bústaðina; Skógarás 1, Kóngsvegur 1, Kóngsvegur 3, Heiðarbraut 8 og Heiðarbraut 10.                   
 Stykkishólmi, Borgarbraut 38; Spilað frítt á Víkurvelli í Stykkishólmi. Aðgangskortið gildir fyrir 4 spilara á dag hjá Golfklúbbnum Mosa. Allar uppl. í síma 438-1075. Víkurvöllurinn er rétt hjá orlofshúsi FIT 
 Öndverðarnes; Fengið 50% afslátt af vallargjöldum Golfklúbbs Öndverðarness eins og þau eru hverju sinni. Skilyrði er að bókað sé á vefnum golf.is Aðgangur gildir fyrir 6 spilara frá hverju húsi. Framvísa skal leigusamningi í golfskála og félagsskírteini FIT. Aðgangur að Öndverðarnesvelli gildir fyrir bústaðina; Grjóthólsbraut eitt til fjögur og Réttarhólsbraut 40.
 Golf