Ferðavagnar, ferðatilboð, ferðaávísanir og fl. tilboð fyrir félagsmenn FIT

Ferðavagnar: Tjaldvagnar, fellihýsi og ferðabifreiðir
 
Félagsmönnum er boð að kaupa sér afslátt vegna ferðavagnaleigu á orlofsvef FIT. 
Hægt er að sækja um ferðavagn sem einn af orlofskostum þegar sótt er rafrænt, þegar opnað er fyrir umsóknir á orlofssíðu FIT. (opnar 8. febrúar)
Þessi orlofskostur lítur sömu reglum og leiga á orlofshúsum FIT.
Í boði verða 30 niðurgreiðslur og kostar 5.000 krónur (óafturkræfar) að fá 25.000 króna afslátt á leigu. Hver kaupandi getur einungis keypt einn afslátt. Þegar búið er að kaupa afsláttinn á orlofsvefnum og prenta út skjal, er hægt að fylla það út og skanna skjalið ásamt leigusamningi og senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og verða þá greiddar 25.000 krónur inn á reikning félagsmanns. 
Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði: Leigusamningur þarf að vera á nafni félagsmanns. 
Leigusali þarf að vera skráður og starfandi ferðavagnaleiga. 
Leigutími á leigusamningi þarf að vera að lámarki 6 dagar. Teknir eru 20 orlofspunktar af orlofsreikningi félagsmanns ef keyptur er ferðavagna afsláttur.
 

Ferðaávísun, gisting

Ferðaávísun er inneign, sem félagsmenn geta notað til að greiða fyrir gistingu hjá einhverjum af fjölmörgum samstarfsaðilum okkar. Þú ert ekki skuldbundinn til að nota ávísunina á tilteknu hóteli/gistiheimili, eftir að hún hefur verið keypt. Upphæðina getur þú notað hjá hvaða samstarfsaðila okkar sem er. 

FIT niðurgreiðir hverja keypta inneign um 20% af að hámarki kr. 15.000 á hverju almanaksári.

Ferðatilboð

Líkt og undanfarin sumur verður boðið uppá 30 ferðatilboð sem hægt verður að nýta hjá Úrval-Útsýn eða Sumarferðum. Kaupa þarf ferðatilboð í miðasölu á orlofsvef FIT og greiða kr. 5.000.- en í staðinn fæst afsláttarkóði upp á kr. 35.000.- sem sleginn er inn við kaup á ferð hjá annarri hvorri ferðaskrifstofunni. Afslátturinn gildir í ferðir á tímabilinu maí til september. Athugið að þeir sem kaupa ferðaávísun geta ekki fengið forgangsúthlutun í orlofshús. Teknir eru 26 orlofspunktar af orlofsreikningi félagsmanns ef keypt er ferðaávísun. Opnað verður fyrir sölu mánudaginn 8. febrúar og gildir strax að fyrstur kemur, fyrstur fær. Aðeins 30 ferðaávísanir eru til sölu.

Miðasala.

Minnum einnig á að á „miðasala“ á orlofsvef FIT verður hægt að kaupa , veiðikortið,  útilegukortið og afsláttarmiða í flug ásamt fleiru ef samningar takast um góð kjör.

Afslættir til félagsmanna.

Munið að taka kortið með í fríið, því að félagsskírteinið veitir afsláttarkjör í mörgum fyrirtækjum um allt land gegn framvísun þess. Hægt er að kynna sér alla afsláttarmöguleika með því að fara inn á heimasíðu FIT, mínar síður og velja afslættir.

husbill