Sumarúthlutun orlofskosta opnar 8. febrúar

Sumarútleiga orlofskosta 2021 (júní-ágúst)
Mánudaginn 8. febrúar kl. 13:00 er opnað fyrir umsóknir á orlofshúsasíðu FIT þar sem hægt er að sækja um sumarúthlutun.
Mánudaginn 22. febrúar er lokað fyrir umsóknir um sumarúthlutun.
Föstudaginn 26. febrúar eiga allir að hafa fengið svar við orlofsumsókn sinni.
Mánudaginn 8. mars lýkur greiðslufresti þeirra sem hafa fengið úthlutað.
Miðvikudaginn 10. mars kl. 13:00 eru ógreiddar og óúthlutaðar vikur settar á orlofsvefinn og þá gildir “fyrstur kemur fyrstur fær.”
 
Allar umsóknir á orlofsvefnum.
Eingöngu er hægt að sækja um á netinu. 
Þetta gildir fyrir alla orlofskosti sem sækja þarf um. Ef umsóknin vefst eitthvað fyrir fólki má senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða fá upplýsingar í síma 540-0100.
Ekki er tekið við umsóknum í síma.
Þegar sótt er um rafrænt þarf að innskrá sig með íslykli eða rafrænum skilríkjum og velja viðeigandi mánuð og tímabil í því húsi sem leigja á.
 
1. ATH; Félagsmenn geta keypt sér afslátt vegna leigu á ferðavagni á orlofsvef FIT. Hægt er að sækja um ferðavagnaafslátt sem einn af orlofskostum þegar sótt er um rafrænt á orlofshúsasíðu, þegar opnað er fyrir umsóknir á orlofssíðu FIT. Þessi orlofskostur lítur sömu reglum og leiga á orlofshúsum FIT.
 
2. ATH; Ferðatilboð. Líkt og undanfarin sumur verður boðið uppá 30 ferðatilboð sem hægt verður að nýta hjá Úrval-Útsýn eða Sumarferðum. 
 
3. ATH; Opnað verður fyrir sölu mánudaginn 8. febrúar og gildir strax að fyrstur kemur, fyrstur fær. Aðeins 30 ferðaávísanir eru til sölu.
 
Félagsmenn eru hvattir til að sækja um sem flesta orlofskosti til að auka möguleika sína.
 
Sumarleiga orlofshúsa innanlands hefst föstudaginn 11. júní og lýkur 20. ágúst.
Leigutímabil er frá kl. 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudag.
folk