Úthlutun fyrir sumarleigu 2021 er lokið

Búið er að úthluta úr umsóknum um sumarleigu í orlofshúsum FIT fyrir sumarið 2021.

orlof utilega

Allir eiga að hafa fengið svar við sinni umsókn í tölvupósti. ATH svarpósturinn gæti hafa lent í "ruslpósti".

Þeir sem fengu synjun hafa forgang í þær vikur sem eftir eru í orlofshúsum.

Þeir sem fengu úthlutað: Munið greiðslufrestinn.

Mánudaginn 8. mars rennur greiðslufresturinn út. 
Til að halda umsókninni þarf að greiða fyrir þann tíma annars fellur bókunin niður.

Þann 10. mars kl. 13:00 verða allar ógreiddar og óúthlutaðar orlofsvikur opnaðar á orlofsvefnum og gildir þá fyrst kemur fyrst fær.

Hér má skoða nýjasta orlofsbækling FIT