Orlofsauki

Við heildarkjarasamingsgerð við SA í maí 2019 var eftirfarandi breyting gerð á 4. kafla um orlof, sem tekur gildi frá 1. maí 2021;
Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%. 
Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2021 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022. 
Það er rétt að félagsmenn athugi hvort þetta nýja ákvæði breyti einhverju varðandi réttindi þeirra til orlofsauka.
orlofsmynd