Orlofsuppbót 2021

Orlofsuppbót greiðist þann 1. júní. Orlofsuppbótin 2021 er kr. 52.000. 

Orlof2020

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu frá 1. maí til 30. apríl.

Öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1.maí er greidd orlofsuppbót.

Húsasmiðir og pípulagningamenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir.

Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla orlofsuppbót.

Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

> Sjá reiknivél fyrir útreikning orlofsuppbótar.