Opnað fyrir haust-leigu í orlofshúsum félagsins

Mánudaginn 3. maí kl. 13:00 var opnað fyrir tímabilið september - desember í orlofshúsum félagsins. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Það verða nokkrar breytingar gerðar í haust, það verður t.d. meira eftirlit með húsum félagsins og harðar gengið eftir þrifum og góðri umgengni. Þannig að félagsmenn geti gengið að því af meiri öryggi að bústaðurinn sé þrifinn þegar þeir koma til helgardvalar. Helgardvölin hækkar aðeins í verði við þessar breytingar. Helgin í minni húsunum kostar 16.000 krónur og stærri húsunum 19.000 krónur. Vonandi verð þessar breytingar til þess að félagsmenn verði ánægðari með dvöl í orlofshúsunum. Ef frágangi eða annari umgengni er ábótavant áskilur FIT sér rétt til að innheimta sérstakt gjald af leigutaka fyrir þrif. Þrifgjald er að lágmarki 25.000 krónur
Á haustin er ekki stuðst við punktakerfi heldur ræður hver pantar fyrstur. Vetrarúthlutun skerðir ekki rétt til sumarúthlutunar.  Helgar leigjast út frá kl. 16:00 á föstudegi til kl. 12:00 á mánudegi.  Mánudagar til föstudaga eru leigðir út í dagsleigu og því hægt að lengja helgar í annan hvorn eða báða enda.
Pantað á vefnum
Þegar pantað er á vefnum þarf að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Þá er valið "Laus tímbil" úr valmynd.  Veljið viðeigandi mánuð og tímabil.  Þá þarf að ýta á hnapp neðst á síðunni "Senda" og siðan "Staðfesta".  Næsta skref er að "Samþykkja" skilmála og síðan þarf að haka við "Samþykkt" og velja hnappinn "Greiða."  Þú hefur 10 mínútur til að bóka orlofshús eftir það dettur þú út nema þú sért búinn að velja greiðslu í kortagátt þá gefast aðrar 10 mínútur til að greiða með kreditkorti áður en bókun dettur út.  Kvittun og leigusamningur sendist á uppgefið tölvupóstfang að greiðslu lokinni.
Áminning
 Leigutaka ber að hafa leigusamning til staðar á meðan á dvöl stendur. Leigutaki ber ábyrgð á umgengni við orlofshús, orlofssvæði og aðrar eigur FIT eftir almennum reglum skaðabótaréttar og leiguréttar, þ.e. að almennt skulu greiddar skaðabætur sem nema þeim útgjöldum sem tjón bakar Orlofssjóði, ef tjóni er valdið af ásetningi eða gáleysi af félagsmanni eða gesti hans. 
Heimild er fyrir því að áminna félagsmann vegna umgengni og/eða skemmda á eign/eigum Orlofssjóðs. Félagsmanni gefst þó tækifæri á að skýra mál sitt við stjórn FIT áður en endanleg áminning verður ákveðin, allt að tvö ár. Ef brot félagsmanns er ítrekað þá missir sjóðfélagi rétt til nýtingar á orlofstilboðum næstu fimm ár.
grjotholsbraut2