Nýr kjarasamningur við Elkem Ísland undirritaður

Félag iðn- og tæknigreina ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga aðild að kjarasamningi við Elkem Ísland hafa undirritað nýjan kjarasamning. Kjarasamningurinn verður kynntur næsta þriðjudag og verður fundurinn auglýstur á vinnustaðnum. Kosningin verður rafræn og mun að öllum líkindum hefjast á hádegi á þriðjudeginum þegar kynningarnar hefjast. Mun kosningin standa yfir til hádegis á mánudeginum 31. maí.
hjalmur teikningar