Rafræn kosning um kjarasamning við Elkem Ísland hefst í dag

Kosningar um nýgerðan kjarasamning við Elkem Ísland hefjast klukkan 12:00 þriðjudaginn 25. maí og lýkur klukkan 12:00 miðvikudaginn 2. júní 2021.

untitled 307219181

Um er að ræða kjarasamning milli Elkem ísland ehf. annars vegar og Félags iðn- og tækngreina, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarféalga, Stéttarfélags Vesturlands, Verkalýðsfélags Akraness og VR hins vegar.

Kosið er í rafrænni kosningu í gegnum island.is og þarf að nota rafræn skilríki til þess að kjósa en eftir innskráningu er hægt að lesa kynningu á samningnum og síðan að kjósa um hann.

Slóð á kosningu er hér.