Bjarg íbúðafélag lækkar leigu

Bjarg íbúðafélag lækkar leigu að meðaltali um 25 þúsund á mánuði
Í kjölfar nýlegrar endurfjármögnunar og endurskoðun rekstrar fjölbýlishúsa Bjargs við
Móaveg og Urðarbrunn í Reykjavík mun félagið um næstu mánaðarmót lækka leigu hjá 190
leigutökum félagsins. Mun meðalleiga hjá þessum leigutökum lækka um 14%, úr um 180.000
í 155.000.
Bjarg íbúðarfélag starfar án hagnaðarsjónamiða þar sem leiguverð endurspeglar
raunkostnað við rekstur fasteigna félagsins. Breytingar á rekstrarkostnaði, opinberum
gjöldum og fjármagnskostnaði hafa bein áhrif á leiguverð sem tekur breytingum í samræmi
við þróun kostnaðar. Hvert verkefni er sjálfstæð kostnaðareining og eru því áhrif
kostnaðarbreytinga mismunandi milli fasteigna félagsins.
byggingarkrani