„Það eiginlega háir okkur hvað við erum hamingjusamir.“

Goggi 09Skemmtileg frétt var í hádegisfréttum RÚV nýverið. Þar tekur Haukur Hólm fréttamaður m.a. viðtal við Georg Ólafsson stjórnarmann í Félagi iðn- og tæknigreina og gleðigjafa.
Lítil sól er í veðurkortunum eins og er. Málarar hafa lítið getað unnið, en einn þeirra segist þó bjartsýnn en það er Georg Ólafsson.
Eftir mikla þurrka framan af vori hefur rignt nánast samfellt lengi á sunnanverðu landinu. Ein stétt sem háð er þurrki eru húsamálarar, einn þeirra, Georg Óskar Ólafssom segist ekki hafa getað málað mikið. „Ekki mikið, en þó hafa komið göt sem við höfum getað nýtt okkur því við erum á vaktinni allan sólarhringinni málarar á sumrin.“
FIT 002373 4

Er það þannig að það er ekki litið á klukkuna heldur frekar skýjafarið?
„Já, það er bara þurrkur eða ekki þurrkur.“
Sjálfur nýtti hann þurrk í gær og var fram á nótt að bera á sólpalla í sumarhúsabyggð fyrir austan fjall.
Og þú alveg búinn?
„Ja, það er ekki mikið á batteríinu.“
Georg segir að stytting vinnuvikunnar sé ekki alltaf í gildi hjá málurum. En þrátt fyrir tíðina er hann ekki svartsýnn á sumarið.
„Nei, málarar eru afskaplega bjartsýn stétt og bara taka slaginn.“
Tilbúnir með pensilinn þegar styttir upp? „Það eiginlega háir okkur hvað við erum hamingjusamir.“

 

Við þurfum að taka Gogga eins og hann er kallaður til fyrimyndira og vera hamingjusöm í sumar þótt að það blási eða rigni því við búum jú á Íslandi.

Hlusta má á fréttina hér.