Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við Ísal

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og FIT – Félags iðn- og tæknigreina, VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja hins vegar hefst 25. júní 2021 klukkan 12:00.
 
Rafræn atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja og FIT – Félags iðn- og tæknigreina hins vegar hefst föstudaginn 25. júní 2021 kl. 12:00 og stendur til kl. 10:00 mánudaginn 5. júlí 2021.
Hægt er að greiða atkvæði í gegnum heimasíður félaganna. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna allra félaganna fer fram á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Hlífar að Reykjavikurvegi 64, 220 Hafnarfirði, frá kl 13:00 föstudaginn 25. júní og lýkur föstudaginn 2. júlí kl. 12:00. Hægt er að greiða atkvæði á skrifstofutíma.
 
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér vel innihald samningsins og nýta atkvæðisrétt sinn.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar mánudaginn 5. júlí 2021.
alver