Rafræn ferilbók

Rafræn ferilbók var formlega opnuð 26. ágúst af Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra en um er að ræða grundvallarbreytingu á þjónustu við starfsnámsnemendur.

Í rafrænni ferilbók er lýsing á verkþáttum og hæfni sem nemandi þarf að búa yfir við lok starfsnáms. Markmið ferilbókar er að efla gæði vinnustaðanáms með því að mynda vettvang fyrir samskipti nemenda, vinnustaðar og skóla og annarra sem koma að starfsnámi. Í ferilbókinni er haldið utan um upplýsingar um framvindu námsins í ljósi þeirra hæfnikrafna og starfalýsinga sem liggja til grundvallar viðkomandi starfi.

Samhliða innleiðingu rafrænnar ferilbókar hafa starfsgreinaráð unnið að endurskoðun starfalýsinga og hæfnikrafna starfa. Faghópar skipaðir fulltrúum atvinnulífs og skóla hafa unnið að endurskoðun og uppfærslu á inntaki vinnustaðahluta allra námsbrauta í starfsnámi. Menntamálastofnun í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur haft umsjón með ritstýringu og innleiðingu á ferilbók.

Sjá nánar hér frétt frá Menntamálastofnun

untitled 272756663