Afléttingar sóttvarnaaðgerða - Orlofshús FIT

Vegna afléttingar sóttvarnaaðgerða vill FIT árétta reglur varðandi endurgreiðslu á orlofshúsum

 

Endurgreiðsla fyrir leigu innanlands

Afpöntun þarf að berast í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eins fljótt og auðið er.

Ef hætt er við leigu er tekin út bókun á húsinu og þar með losað fyrir aðra leigjendur. Við auglýsum einnig húsið laust á heimasíðu félagsins og á facebook síðu félagsins.

Ef ekki næst að endurleigja er ekkert endurgreitt. Endurleigist húsið er endurgreidd inneign hjá viðkomandi á orlofsvef FIT.

Endurgreitt er hlutfallslega eftir því hve mikið endurleigist.

Punktar vegna sumarleigu eru bakfærðir ef endurleiga á sér stað.

 

Breytingargjald

Fyrir breytingar eða afpöntun á öllum bókunum á orlofsvef er tekið breytingargjald kr. 3.000.-

 

Reglur um endurgreiðslu ef hætt er við leigu á húsinu í Orlando

Sé afbókað áður en 8 mánuðir eru í leigu er haldið eftir breytingargjaldi.

Sé afbókað síðar en meira en 6 mánuðir eru í leigu skal halda eftir 25% af leigu.

Sé afbókað síðar en meira en 4 mánuðir eru í leigu skal halda eftir 50% af leigu.

Sé minna en 4 mánuðir í leigu er ekkert endurgreitt.

Endurleigist húsið allt afbókunartímabilið er endurgreitt allt nema breytingagjald.

Endurleigist húsið hluta af afbókunartímabilinu er breytingargjald dregið af og endurgreitt hlutfallslega.

Breytingargjald

Fyrir breytingar eða afpöntun á öllum bókunum á orlofsvef er tekið breytingargjald kr. 3.000.-

 

Hamli veður eða færð, þannig að leigjandi komist ekki í orlofsbústað þarf, áður en leiga hefst, að tilkynna um slíkt til félagsins með tölvupósti (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Það er forsenda til endurgreiðslu á leigu. Við slíkar aðstæður er um fulla endurgreiðslu að ræða. Minnt er á að endurgreiðsla er alltaf í formi inneignar á orlofsvef FIT. Almennt er ekki um snjómokstur að ræða að bústöðum FIT. Leigutakar eru hvattir til að kynna sér veðurspá og færð á vegum áður en lagt er af stað. . Ferðalög til og frá orlofsbústöðunum eru alfarið á ábyrgð leigjenda. FIT greiðir ekki kostnað sem leigutaki kann að verða fyrir vegna veðurs eða ófærðar, svo sem eldsneyti, mat eða gistingu.

Leigutaka ber að hafa leigusamning til staðar á meðan á dvöl stendur. Leigutaki ber ábyrgð á umgengni við orlofshús, orlofssvæði og aðrar eigur FIT eftir almennum reglum skaðabótaréttar og leiguréttar, þ.e. að almennt skulu greiddar skaðabætur sem nema þeim útgjöldum sem tjón bakar Orlofssjóði, ef tjóni er valdið af ásetningi eða gáleysi af félagsmanni eða gesti hans.

Heimild er fyrir því að áminna félagsmann vegna umgengni og/eða skemmda á eign/eigum Orlofssjóðs. Félagsmanni gefst þó tækifæri á að skýra mál sitt við stjórn FIT áður en endanleg áminning verður ákveðin, allt að tvö ár. Ef brot félagsmanns er ítrekað þá missir sjóðfélagi rétt til nýtingar á orlofstilboðum næstu fimm ár.

 

 

Health No Coronavirus COVID 19 epidemic contageous_0.jpg