Gólfmót iðnfélaganna á Akureyri - Úrslit

Alls tóku 88 manns þátt í golfmóti iðnfélaganna sem fram fór þann 11. september. Góður rómur var gerður að framkvæmd og umsjón mótsins sem var að þessu sinni í höndum FMA og Rafiðnaðarmanna. Nándarverðlaun voru veitt fyrir allar par þrjú holur auk ýmissa annarra gjafa og verðlauna. 

Það vor þeir Hallur Guðmundsson rafeindavirki og Lárus Ingi Antonsson frá Rafís sem fóru með sigur af hólmi á golfmóti iðnfélaganna, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri. Þeir léku saman á 14 höggum undir pari vallarins, en leikið var eftir texas-scramble fyrirkomulaginu.

Sigurvegarar mótsins:
Hallur Guðmundsson Rafeindavirki og makker Lárus Ingi Antonsson með -14 frá RSÍ
Jóhann Rúnar Sigurðsson og Guðrún Sigurðardóttir með -11 frá FMA
Unnar þór Axelsson og Sigurður Hreinsson með -10 frá Matvís
Gunnar Rafnsson og Arnar Óskarsson með -10 frá FMA
Helgi Einarsson og Guðbjörn Ólafsson með -9 frá RSÍ
Golf