Nýtt akstursgjald

Ferðakostnaðarnefnd ríkisins hefur hækkað lágmarksgjald vegna aksturs í atvinnuskyni. Nefndin skoðar forsendur akstursgjalds og dagpeninga að jafnaði ársfjórðungslega.
Lágmarksgjaldið var 114 krónur á kílómeter en er frá 1. október 120 krónur. Lægsta upphæð miðar við 11,11 kíómetra og stendur eftir breytingu í 1.333,20 krónum. Það var 1.266,54 krónur. Ef ekið er með verkfæri eða verkfæri og efni er gjaldið hærra. Sjá nánar hér.
Um akstursgjald gildir eftirfarandi samkvæmt kjarasamningi: Noti starfsmaður eigin bifreið í þágu atvinnurekanda, samkvæmt samkomulagi sem þeir gera, á hann rétt á greiðslu sem skal vera sú sama og ákveðin er af Ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni.
Við ákvörðun vegalengda skal mæld vegalengd frá brottfararstað til viðkomandi vinnustaðar og sömu leið til baka. Heimilt er að semja um fasta krónutölu pr. ferð er miðast við afmörkuð svæði og byggist á ofangreindu kílómetragjaldi.
 
Minnsta gjald skal jafngilda gjaldi fyrir 11,11 km.
Ef ekið er með efni og/eða tæki, sem annars þyrfti sendibíl til, greiðist 30% álag á taxta en 15% álag þegar verkfærakistur eru fluttar. 
Ef atvinnurekandi óskar er starfsmanni skylt að færa akstursbók er tilgreini fjölda ferða og/eða ekna kílómetra til útreiknings gjaldinu.
bill