Fundarboð á félagsfundi FIT. Fimmtudaginn 25. nóvember 2021.

Fundarboð á félagsfundi FIT
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021.
Vegna fyrirhugaðrar sameiningar Félags hársnyrtisveina við Félag iðn- og tæknigreina er boðað til tveggja félagsfunda í FIT til að afgreiða tillögu um sameiningu Félag hársnyrtisveina við FIT og lagabreytingar sem slík sameining kallar á.
Vakin er athygli á að fundirnir eru báðir sama daginn og boðið verður upp á veitingar á milli funda.

Félagmenn þurfa að framvísa neikvæðum hraðaprófsniðurstöðum fyrir fund og vera með grímur.

Boðað er til félagsfundar fimmtudaginn 25. nóvember, kl. 18:00 á Stórhöfða 31, 1. hæð.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Tillaga um sameiningar Félags hársnyrtisveina við Félag iðn- og tæknigreina. Fyrri umræða.
2. Lagabreytingar, fyrri umræða:
a) 3. gr., um Félagsmenn skilgreining og skilyrði aðildar.
b) 16. gr., um fjölda stjórnarmanna.
c) 17. gr., um kosningu stjórnar.
d) 20. gr., um fjölda fulltrúa í trúnaðarráð.
3. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
a) 2.-4., 7-8. og 10. gr.
b) Bornar fram í einu lagi, fyrri umræða.

 

Boðað er til félagsfundar fimmtudaginn 25. nóvember, kl. 19:30 á Stórhöfða 31, 1. hæð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Sameining Félags hársnyrtisveina og Félags iðn- og tæknigreina. Síðari umræða.
2. Lagabreytingar, síðari umræða :
a) 3. gr., um Félagsmenn skilgreining og skilyrði aðildar.
b) 16. gr., um fjölda stjórnarmanna.
c) 17. gr., um kosningu stjórnar.
d) 20. gr., um fjölda fulltrúa í trúnaðarráð.
3. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
a) 2.-4., 7-8. og 10. gr.
b) Bornar fram í einu lagi, síðari umræða.

4. Önnur mál

Stjórn FIT
7719 FIT 1200x450 Felagsfundir 20212 1