Ferð heldri félagsmanna FIT

Félag iðn- og tæknigreina fór í sína árlegu ferð með „Heldri félagsmenn“ föstudaginn
5. nóvember 2021. Engin ferð var farin árið 2020 vegna Covid og það leit lengi vel ekki út fyrir
það að ferðin i ár yrði farin, en með stuttum fyrirvara var tekin ákvörðun að fara, þótt seint væri.
Félagar frá Akranesi og af Reykjanesi voru sóttir og síðan var farið á tveimur rútum frá
Árbæjarsafni klukkan 10:00. Ekið var sem leið lá austur fyrir fjall og félagar teknir upp, í
Hveragerði og á Selfossi. Þátttakendur í ferðinni urðu alls 65, þar með taldir formaður félagsins
Hilmar Harðarson, Rúnar Hreinsson ljósmyndari og fararstjórar Gunnar Halldór Gunnarsson og
Ólafur Sævar Magnússon.
Fyrsti áfangastaður ferðarinnar var stopp við Urriðafoss. Fyrsta altarisganga ferðarinnar fór fram
á planinu við fossinn. Eftir smá stopp, þar sem sumir fóru og litu fossinn augum, var haldið að
Hótel Rangá, þar var vel tekið á móti hópnum með fordrykk og samkvæmt venju var snætt
sunnudags-lambalæri með öllu tilheyrandi og að lokum ís og kaffi á eftir. Undir borðhaldi spilaði
Bogi Sigurðsson harmonikkuleikari og eftir matinn var sungið við undirleik Boga.
Á Hótel Rangá fræddi Samúel Örn Erlingsson okkur um sögu svæðisins, hella á Suðurlandi
ásamt fjölmargra skemmtisagna um menn og hesta. Góður rómur var gerður að sögum hans.
Eftir matinn var lagt af stað til baka, undir leiðsögn Samúels, og stoppað hjá Hellunum við Hellu. Í
hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti.
Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir
af Pöpum og hve gamlir þeir séu. Flestir úr hópnum höfðu aldrei heimsótt þennan stað og nutu
heimsóknarinnar undir fræðandi leiðsögn Samúels. Við þetta tækifæri færði FIT mönnum
vasaljós að gjöf til minningar um ferðina og síðan var tekið til altaris í síðasta skipti þessarar
ferðar.
Heimferðin gekk vel og það voru þreyttir og ánægðir iðnaðarmenn sem komu til síns heima með
von í brjósti að það verði farin önnur ferð að ári.
rh object 308
rh object 747rh object 779rh object 455
rh object 222 1
rh object 283rh object 1907rh object 267