Félag hársnyrtisveina sameinast Félagi iðn- og tæknigreina.

Félagsmenn Félags hársnyrtisveina og Félags iðn- og tæknigreina samþykktu sameiningu félaganna.

Atkvæðagreiðsla um sameiningu FHS við FIT lauk þann 16. nóvember hjá FHS og 25. nóvember hjá FIT. Alls tóku 21% félagsmanna Félags hársnyrtisveina þátt í atkvæðagreiðslunni og féllu atkvæði þannig: 94,8% sögðu já en 3,9% sögðu nei, en 1,30% tóku ekki afstöðu.
Hjá Félagi iðn- og tæknigreina var sameiningin samþykkt samhljóða á tveimur félagsfundum, eins og lög gera ráð fyrir.

Forysta félaganna fagnar þessum úrslitum og þakkar öllum þeim fjölda félagsmanna sem kynntu sér málið og tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Sameiningin er hagur beggja og lítum við björtum augum til framtíðar. Fjölmörgu tækifæra bíða okkar í stærra og öflugura stéttarfélagi. Saman verðum við sterkari til að mæta framtíðar vinnumarkaði og þeim áskorunum sem þar eru. Markmiðið með sameiningunni er fyrst og fremst að standa vörð um réttindi og kjör félagsmanna og leitast við að auka þjónustu við félagsmenn.

folk