Nýtt orlofshús fyrir félagsmenn FIT

Frá og með morgundeginum 4. janúar, geta allri félagsmenn FIT nýtt sér orlofshús sem tilheyrði Félagi hársnyrtisveina.

Þá fer orlofshúsið Svignaskarð 27 í almenna útleigu.

Svignaskarð 27 er í Borgarhreppi í Mýrarsýslu, í um 20 mín. akstursfjarlægð frá Borgarnesi eftir þjóðvegi 1.
Húsið er um 60 fm, með stórum palli og heitum potti. Húsið skiptist í stofu með eldhúskrók, bað og 3 svefnherbergi. Upplýsingar fást í þjónustumiðstöðinni.
Sundlaug er að Varmalandi í um 7 km fjarlægð. Verslun er í Baulunni um 3 km frá orlofshúsunum. Margir sögufrægir staðir eru í nágrenninu sem vert er að skoða og víða er boðið upp á ýmsar afþreyingar svo sem hestaferðir og veiði í vötnum.
Borgarnes er í um 30 km fjarlægð frá Svignaskarði. Þar er miðstöð samgangna og þjónustu fyrir mjög stórt svæði. Þar er sundlaug og golfvöllur auk Safnahúss Borgarfjarðar.
Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu
bustadur
 
Opið allt árið
Þjónustumiðstöð (sækja þarf tuskur og o.fl. til umsjónarmanns)
Leiktæki
Sparkvöllur
Stór verönd
Heiturpottur
3 Svefnherbergi (2 hjónaherbergi og eitt kojuherbergi með 3 þremur rúmum.
2 salerni (annað í geymslu)
Útihúsgögn
Grill
Sængur fyrir 8
Barnarúm
Barnastóll
Borðbúnaður 
Uppþvottavél
Sjónvarp
DVD
potturA