Flugávísun Flugfélagsins Ernis

Ávísunin gildir sem greiðsla fyrir flugmiða aðra leið fyrir einn til eða frá Vestmannaeyjum, Húsavík, Höfn í Hornafirði og Bíldudal. Flugávísunin gildir eingöngu fyrir félagsmann FIT. Taka þarf fram við pöntun að greitt sé með flugávísun frá FIT. Ekki er hægt að nota flugávísun FIT í eftirfarandi flug á tímabilinu 1. júní - 31.ágúst: Kl. 8.55 (morgunflug) frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og kl. 18:55 (síðdegisflug) frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Einnig allt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja um Verslunarmannahelgi ár hvert og er þá átt við þá helgi frá föstudegi til mánudags.
Vinsamlegast sækið um mínum síðum. Skrifstofa FIT í Eyjum getur einnig aðstoðað við kaupin.

aircharter