Rafrænt félagsskírteini Félags iðn- og tæknigreina

Nú er hægt að nálgast rafrænt félagsskírteini FIT inn á mínum síðum á fit.is Til að nálgast félagsskírteinið þarf að skrá sig inn á mínar síður með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Félgasskírteinið er einnig Íslands kortið.

Á mínum síðum er hægt að sækja skírteinið undir AFSLÆTTIR og einnig undir UPPLÝSINGAR.

Ef þú sækir skírteinið í tölvu þá kemur mynd af QR kóða.

Android notendur verða að niðurhala appinu SmartWallet í símann sinn. Eftir það er hægt að opna myndavélina inni í appinu og skanna inn QR kóðann.

Þeir sem eru með Apple síma geta nota Apple Wallet appið sem er þegar í símanum. Og geta því einfaldlega opnað myndavélina á símanum og skannað QR kóðann.

Ef sækja á skírteinið beint í síma þá þurfa Android notendur að vera búnir að sækja SmartWallet appið en Apple notendur eru þegar með Wallet appið í símanum. Þegar skírteinið er sótt hleðst niður skrá í símann og eftir að það er búið getur þú opnað viðeigandi app og þá á skírteinið að vera komið í veskið.

Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað gengur ekki sem skyldi, hafið samband við skrifstofu með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 5400 100

 untitled 370955504

Screenshot 2022-05-13 095801.png

 

 

Screenshot 2022-05-13 095907.png