Skrifstofa Húss Fagfélaganna verður lokuð. frá 18.-29. júlí 2022 vegna sumarleyfa starfsfólks

Skrifstofa Húss Fagfélaganna verður lokuð. frá 18.-29. júlí 2022 vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 2. ágúst kl 8:00.

Styrkir og sjúkradagpeningar: Umsóknir um styrki og sjúkradagpeninga þurfa að berast í síðasta lagi 11. júlí. Styrkir verða greiddir út föstudaginn 15. júlí og sjúkradagpeningar greiðast út föstudaginn 29. júlí. Umsóknir um sjúkradagpeninga sem berast eftir 11. júlí verða greiddar út 31 ágúst.

Orlofshús: Ef um er að ræða brýna aðstoð vegna orlofshúsamála vinsamlegast sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Varðandi almennar fyrirspurnir vegna útleigu á orlofshúsum vekjum við athygli á þeim upplýsingum sem fram koma í leigusamningi þar sem m.a. fá finna símanúmer umsjónarmanns.

Kjaramál: Í neyðartilvikum er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sé um kjaramál að ræða.

Veiðikort og útilegukort: Síðasti dagur til að kaupa veiðikort og útilegukort á skrifstofu fyrir sumarlokun er föstudagurinn 15. júlí. Á meðan á lokun stendur er að sjálfsögðu hægt að kaupa kortin en þá þarf að senda þau í pósti. Vinsamlegast athugið að það ferli getur tekið nokkra daga.

 

Húsfagfélaganna.jpg