Dagana 5 til 7. september fór fram Norðurlandaþing hársnyrta í Reykjavík.

Þing hársnyrta átti að fara fram árið 2021 en vegna Covid-19 þurfti að fresta því um eitt ár. Ísland er búið að gegna formennsku hársnyrta síðastliðin þrjú ár og færist nú formennskan yfir til Noregs næstu tvö árin. Dagskráin var þétt enda á nógu að taka, hefð er fyrir því að hvert land geri grein fyrir stöðu hársnyrta í sínu landi. Hvert land fyllir út skýrslu um stöðu og gang mála sem er svo borin saman við hin ýmsu málefni. Sem dæmi má nefna kaup og kjör, vinnuvernd, fjölda nemanda í skóla sem stunda nám við hársnyrtiiðn og starfsþjálfun, lokapróf svo eitthvað sé nefnt. Forseti ASÍ, Kristján Þórður Snæbjarnarson hélt erindi á þinginu um stöðu mála á íslenskum vinnumarkaði ásamt því að skýra út muninn á ferli kjaraviðræðna á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Einnig kom hagfræðingur ASÍ, Róbert Farestveit og fjallaði stöðu mála og framtíðarhorfur í efnahagsmálum á Norðurlöndunum og í Evrópu. Vinnuverndarmál voru mikið í umræðunni og kom á meðal annars fulltrúi frá Vinnueftirliti ríkisins, hann Guðmundur Már Magnússon sem fjallaði um grein í vinnuverndarmálum sem gefin var út af Vinnueftirliti ríkisins. Það er óhætt að segja að við höfum verk að vinna, því að það kom meðal annars fram að undanfarin fimm ár hafa ekki verið skráðir neinir atvinnusjúkdómar í greininni. Rán Reynisdóttir og Heiðrún Birna Rúnarsdóttir komu og héldu fyrirlestur um gang mála í umhverfisvænni hársnyrtiiðn á Íslandi og þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár og áratug. Það var ánægjulegt að heyra þær segja frá því hve mikið áhuginn hefur aukist hjá fagfólki og nemendum á umhverfisvænni hársnyrtiiðn.   

Þingið heppnaðist einstaklega vel í alla staði og voru gestir okkar frá Norðurlöndunum himinlifandi með heimsóknina til Íslands enda var veðrið eins fallegt og það getur orðið í september.

rh_object-9.jpg

rh_object-3.jpgrh_object-11.jpgrh_object-70.jpgrh_object-105.jpgrh_object-119.jpgrh_object-15.jpgrh_object-155.jpgrh_object-36.jpgrh_object-179.jpgrh_object-51.jpgrh_object-331.jpg