Heldrimannaferð FIT 2022  

Félag iðn- og tæknigreina fór í sína árlegu „Heldrimannaferð” föstudaginn 16. september. Þátttakan var mjög góð þar sem u.þ.b. 100 félagsmenn mættu frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Akranesi og Suðurnesjum.

Að þessu sinni var farið í Borgarfjörðinn og var Barnafoss fyrsti viðkomustaðurinn þar, síðan var ekið í Húsafell þar sem snæddur var hádegisverður. Því næst var farið í Reykholt en þar var tekin hópmynd á kirkjutröppunum. Að lokum var ferðinni heitið á Hvanneyri þar sem boðið var upp á kaffiveitingar og Landbúnaðarsafnið skoðað.

Eins og venja er í þessum ferðum félagsins þá var reglulega „tekið til altaris“ og sungið með undirspili harmonikku. Gaman var að sjá gleðina og þakklætið sem einkenndu hópinn og virtust allir fara glaðir og sáttir heim eftir góða ferð.

Gunnar Halldór Gunnarsson sérfræðingur hjá FIT sá um allan undirbúning ferðarinna og í ferðinni voru Hilmar Harðarson formaður Fit, Ólafur Sævar Magnússon sérfræðingur hjá FIT, var fararstjóri og Rúnar Hreinsson ljósmyndari.

rh_object-1337.jpg

rh_object-1563.jpgrh_object-8.jpgrh_object-818.jpgrh_object-66.jpgrh_object-825.jpgrh_object-810.jpgrh_object-836.jpgrh_object-904.jpgrh_object-894.jpgrh_object-1044.jpgrh_object-1006.jpgrh_object-1057.jpgrh_object-1123.jpgrh_object-1247.jpgrh_object-1215.jpgrh_object-1365.jpgrh_object-1382.jpgrh_object-1387.jpgrh_object-1476.jpgrh_object-1573.jpgrh_object-1588.jpg