Desemberuppbót 2021

 jolakulur2.jpg

 

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 96.000 og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1. desember eiga rétt á desemberuppbót.

Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir.

Sá tími sem starfsmaður er í fæðingarorlofi telst sem starfstími við útreikning desemberuppbótar.

Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla desemberuppbót.

Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

 

Desemberuppbót, að meðtöldu orlofi, er 96.000. kr. fyrir eftirtalda kjarasamninga:

Samtök atvinnulífsins

Bílgreinasambandið

Félag pípulagningameistara

Félag ráðgjafarverkfæðinga

Meistarasamband bygingamanna

Ríkið

Snyrtifræðingar

Samband garðyrkjubænda 

 

Upphæð desemberuppbótar í eftirtöldum kjarasamningum er:

Kirkjugarðar Reykjavíkur  106.100. kr.

Landvirkjun 138.757. kr. 

Norðurál 238.923. kr.

Orkuveita Reykjavíkur 111.300. kr.

Reykjavíkurborg 104.100. kr.

Samband íslenskra sveitafélga 121.700. kr.

Strætó 104.100. kr.

ISAL - Starfsmaður sem í nóvemberlok hefur unnið samfleytt hjá ISAL í eitt ár eða lengur skal fá greidda desemberuppbót. Orlofs- og desemberuppbót skal nema hálfum byrjunarlaunum 14 launaflokks að viðbættu 2ja ára sveinsbréfsálagi og ferðapeningum. Desemberuppbótin er greitt með nóvemberlaunum. Starfsmenn með skemmri starfstíma og þeir sem ráðnir eru í hlutastarf fá hlutfallslegar greiðslur að undanskildum þeim sem starfa samkvæmt fylgiskjali (19) sjá lið 6.2. kjarasamnings.