Bætt um betur

Áhugavert tilraunaverkefni er í boði hjá Iðunni sem heitir bættu um betur. Þetta verkefni gengur úr frá því að eðlilegt sé að meta færni einstaklings óháð því hverni hennar hefur verið aflað. Þetta er fyrir einstaklinga á vinnumarkaði sem hafa byggt upp umtalsverða færni í ákveðinni iðngrein en ekki lokið námi af einhverjum ástæðum.  Þessir einstaklingar búa yfir færni sem er nefnd raunfærni. Raunfærni er öll færni sem einstaklingur hefur öðlast með ýmsum hætti eins og skólanámi, starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.
 

Verkefnið gengur út á að gefa þessum einstaklingum kost á að ljúka námi með því að búa til leiðir til að meta færni þátttakenda og stöðu. Nám fer ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins og byggir matið á raunfærni á þeirri hugmynd. Allt nám er verðmætt og færni sem öfluð er í alls konar aðstæðum er þá skjalfest óháð því hvar hennar hefur verið aflað. Þannig er hægt með raunfærnimati að draga fram og meta margþætta færni sem einstaklingurinn býr yfir.
 

Iðan veitir nánanir upplýsingar um þessa spennandi leið.