Orlof frá 1. maí 2008

Við gerð síðustu kjarasamninga varð veruleg breyting á ávinnslurétti orlofs. Það er þó mismunandi eftir kjarasamningum hversu mikil sú breyting varð. Hér er samantekt úr samningum Samiðnar við neðangreinda aðila. Neðar er hægt að sjá hvernig þetta birtist í samningunum:


SAMTÖK ATVINNULÍFSINS:


Málmiðnaðarmenn og sérhæfðir aðstoðarmenn í iðngreinum:

24 dagar 10,17%
25 dagar 10,64% eftir 5 ár í sömu starfsgrein 
27 dagar 11,59% eftir 10 ár í sömu starfsgrein 
28 dagar 12,07% eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki 
29 dagar 12,55% eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki

*Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2009 breytast 29 dagar í 30 daga orlof og orlofsprósentan í 13,04%.


Bygginga- og skrúðgarðyrkjumenn:

24 dagar 10,17% 
28 dagar 12,07% eftir 5 ár í stömu starfsgrein 
29 dagar 12,55% eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki 
30 dagar 13,04% eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki


BÍLGREINASAMBANDIÐ:


24 dagar 10,17% 
28 dagar 12,07% eftir 5 ár í sömu starfsgrein 
29 dagar 12,55% eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki 
30 dagar 13,04% eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki


SAMBAND GARÐYRKJUBÆNDA:


24 dagar 10,17% 
28 dagar 12,07% eftir 5 ár í sömu starfsgrein 
29 dagar 12,55% eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki 
30 dagar 13,04% eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki

MEISTARASAMBANDS BYGGINGAMANNA:


Sérhæfðir aðstoðarmenn:

24 dagar 10,17%
25 dagar 10,64% eftir 5 ár í sömu starfsgrein 
27 dagar 11,59% eftir 10 ár í sömu starfsgrein 
28 dagar 12,07% eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki 
29 dagar 12,55% eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki

*Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2009 breytast 29 dagar í 30 daga orlof og orlofsprósentan í 13,04%.


Byggingamenn:

24 dagar 10,17% 
28 dagar 12,07% eftir 5 ár í sömu starfsgrein 
29 dagar 12,55% eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki 
30 dagar 13,04% eftir 10 ár í sömu starfsgrein


---------------------------------------------------------------------------


Í öllum samningunum komu þessar breytingar inn.


Um endurávinnslu segir :

Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama vinnuveitanda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir þriggja ára starf, enda hafi rétturinn verðið sannreyndur.

Inn kom nýtt ákvæði vegna náms:

Námstími iðnnema í fyrirtæki telst til vinnu í starfsgrein eða til vinnu innan sama fyrirtækis.


Í kjarasamningi Samiðnar og SA gildir fyrrihluti greinar 4.3. um Málmiðnaðarmenn og aðstoðarmenn í iðngreinum.


Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofslaunum sem nema 10,64%.

Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 27 virka daga og orlofslaunum sem nema 11,59%.

Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%.

Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 29 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,55%. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2009 breytast 29 dagar í 30 daga og orlofsprósentan í 13,04%.

Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama vinnuveitanda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir þriggja ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.


Síðari hlutinn gildir um bygginga- og skrúðgarðyrkjumenn.


Þeir sem starfað hafa lendur en 5 ár í iðn sinni skulu fá fjóra daga til viðbótar, í heild 28 daga, og hafa orlofsprósentu sem er 12,07%.

Starfsmaður sem unnið hefur samfellt 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á 29 virkum dögum og 12,55% orlofslaunum.

Starfsmaður sem unnið hefur samfellt 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á 30 virkum dögum og 13,04% orlofslaunum.


Í samningi Samiðnar við Bílgreinasambandið annars vegar og Samband garðyrkjubænda hins vegar gildir neðangreint:


Þeir sem starfað hafa lengur en 5 ár í iðn sinni skulu fá fjóra daga til viðbótar, í heild 28 daga, og hafa orlofsprósentu sem er 12,07&.

Starfsmaður sem unnið hefur samfellt 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á 29 virkum dögum og 12,55% orlofslaunum.

Starfsmaður sem unnið hefur samfellt 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á 30 virkum dögum og 13,04% orlofslaunum.


Í samningi Samiðnar við Meistarasamband byggingamanna gildir neðangreint:


Sérhæfðir aðstoðarmenn:

Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofslaunum sem nema 10,64%.

Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 27 virka daga og orlofslaunum sem nema 11,59%.

Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%.

Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 29 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,55%. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2009 breytast 29 dagar í 30 daga og orlofsprósentan í 13,04%.

Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama vinnuveitanda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir þriggja ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.


Byggingamenn:

Þeir sem starfað hafa lengur en 5 ár í iðn sinni skulu fá fjóra daga til viðbótar, í heild 28 daga, og hafa orlofsprósentu sem er 12,07&.

Starfsmaður sem unnið hefur samfellt 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á 29 virkum dögum og 12,55% orlofslaunum.

Starfsmaður sem unnið hefur samfellt 10 ár í starfsgrein á rétt á 30 virkum dögum og 13,04% orlofslaunum.