Opið bréf til trúnaðarmanna og tengiliða FIT

Ísland gengur nú í gegnum miklar efnahagsþrengingar sem snerta mun hvern einasta landsmann. Óþarfi er að tíunda fyrir félagsmönnum þær hamfarir sem dunið hafa yfir fjármálamarkaði og þær óheyrilegu byrðar sem leggjast á landsmenn vegna gjalþrota íslensku bankanna. Við þessar aðstæður er eðlilegt að margar spurningar vakni. FIT hefur ákveðið að taka saman og senda trúnaðarmönnum sínum og tengiliðum lista yfir suma þá aðila sem hafa verið að safna efni á heimasíður sínar. Þetta er ekki síst hugsað til að gera trúnaðarmenn FIT hæfari til að aðstoða samstarfsmenn á vinnustað og dreifa upplýsingum ef á þarf að halda, t.d. til forsvarsmanna fyrirtækja.
 

Alþýðusambandið hefur tekið saman mikið efni á vef sínum http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-387 þar sem reynt er að svara sumum af þeim spurningum sem vaknað hafa, m.a. um fjármál, lífeyrismál samdrátt á vinnumarkaði ofl. Unnið er að því hjá FIT að koma upp sérstökutenglasafni á heimasíðunni varðandi þessar þrengingar og verður þar að finna tengingar á ASÍ. Þannig verður nýjum upplýsingum komið á framfæri um leið og þær berast, ásamt því að fréttir verða birtar á heimasíðu félagsins.
 

Á vef félagsmálaráðuneytisinshttp://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar
er mikið af upplýsingum og tengingum þar sem vísað er í svör við fjölda spurninga og hvert leita á varðandi atvinnumál, húsnæðismál, greiðsluerfiðleika, fjármál, börn og fjölskyldur, og félagsþjónustu sveitarfélaga. Þá er hægt að nálgast mikið af upplýsingum fyrir útlendinga á ensku og pólsku.
 

Á vef Vinnumálastofnunar http://www.vinnumalastofnun.is/atvinnuleysistryggingasjodur/upplysingar-um-atvinnuleysistryggingar/ er tenging inná vef greiðslustofu atvinnuleysistrygginga þar sem farið er skref fyrir skref yfir reglur sem gilda um atvinnuleysistryggingar.
 

Þá er vert að benda á vef Vinnueftirlitsinshttp://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/is/gagnabrunnur/vinnuumhverfi_a_ovissutimum/ Þar má finna mjög gagnlegar upplýsingar varðandi forvarnir á vinnustað og þá þætti í mannlegum samskiptum sem hafa þarf í forgang á óvissutímum. Einnig segir þar að vegna alvarlegs ástands í þjóðfélaginu muni Vinnueftirlitið á næstu dögum auglýsa sérstök námskeið og fyrirlestra um sálfélagslegt vinnuumhverfi. 

Þá bíður Vinnueftirlitið uppá námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisnefndir nú í nóvember og desember. Gott ítarefni er einnig að finna á vefnum s.s. ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum, bækling um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustöðum og ábendingar um velferð barna.
 

Að lokum má benda á vef landlæknisembættisins og frétt sem þar birtist 9. oktober s.l. http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=1823sem nefnist "það eru til lausnir ef fólki líður illa". Þar er bent á 12 aðila sem leita má til ef vart verður kvíða, depurðar eða einkenna þunglyndis eða ef einhver þekkir einhvern sem það hefur áhyggjur af og vill hjálpa til að leita aðstoðar.


Með von um að þessar upplýsingar komi að góðum notum.
Félagsskveðjur.

Hilmar Harðarson, formaður